Um mig
Ég heiti Karen Björk Wiencke, og ljósmyndun hefur verið mín ástríða frá því ég var barn. Draumar mínir urðu að veruleika þegar ég útskrifaðist sem ljósmyndari frá Tækniskólanum vorið 2021 og lauk Sveinsprófi í ljósmyndun haustið 2024. Ljósmyndun er fyrir mér meira en bara vinna – hún er leið til að fanga augnablik, tilfinningar og tengingar sem endast ævilangt.
Ég sérhæfi mig í Portrait - og fjölskylduljósmyndun, en elska einnig að fanga fjölbreyttar hliðar lífsins í gegnum linsuna.
Ég bý í Hafnarfirði með manninum mínum, börnunum okkar tveimur og hundinum okkar, og finnst ekkert skemmtilegra en að skapa hlýjar, persónulegar myndir sem endurspegla ást, gleði og nærveru.
Með vandvirkni og alúð legg ég mig fram við að skapa myndir sem fólk getur átt til framtíðar.
- KBWiencke

